Vel sótt námskeið fyrir lífeyrissjóði
Þann 27. maí sl. hélt Fjármálaeftirlitið námskeið þar sem farið var yfir helstu þætti í tengslum við útfyllingu skýrslu um sundurliðun fjárfestinga lífeyrissjóða. Námskeiðið var haldið á Grand hótel í Reykjavík og sóttu hátt í 40 manns á námskeiðið. Þátttakendur voru m.a. úr hópi forsvarsmanna lífeyrissjóða auk annarra sem koma m.a. að endurskoðun og uppgjöri lífeyrissjóða.
Á námskeiðinu var farið yfir dæmi og ákveðin atriði sem algengt er að vefjist fyrir þeim aðilum sem koma að útfyllingu skýrslunnar. Þátttakendum gafst einnig kostur á að beina fyrirspurnum til starfsmanna Fjármálaeftirlitsins.
Hér fyrir neðan má nálgast efni sem farið var yfir á námskeiðinu. Við það hefur verið bætt glærum með svörum við þeim spurningum og álitamálum sem upp komu á námskeiðinu.