Fréttir


FME: Samanlagður hagnaður vátryggingafélaganna um 13,5 milljarðar á árinu 2007

19.6.2008

Hagnaður innlendu skaðatryggingafélaganna eftir skatt var rúmlega 13,5 milljarðar kr. árið 2007 samanborið við rúmlega 19,5 milljarða kr. árið 2006. 

Um 70% af hagnaði félaganna árið 2007 stafar af fjármálarekstri sem er þó tæplega 8 milljarða lækkun kr. frá árinu 2006 og 17 milljarða lækkun frá árinu 2005. 

Afkoma af skaðatryggingarekstri félaganna hefur batnað umtalsvert frá árinu 2005 og stafar það m.a. af hækkun iðgjalda. 

Eignir skaðatryggingafélaganna hafa aukist á milli ára og eru nú um 160 milljarðar kr. en voru árið 2006 um 156 milljarðar kr.

Eftirfarandi mynd sýnir samanlagðan hagnað af starfsþáttum innlendra vátryggingafélaga fyrir skatt á föstu verðlagi síðastliðin þrjú ár.

Frett.19.06.2008.Mynd.1

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur birt á vefsíðu sinni töflur ásamt skýringum með sundurliðun vátryggingagreina og ársreikningum íslenskra vátryggingafélaga fyrir árið 2007 sem styðjast við tölulegar upplýsingar frá vátryggingafélögunum.  Ársreikningar og sundurliðun rekstrar eftir vátryggingagreinum er á ábyrgð hvers vátryggingafélags.

Helstu greinar skaðatrygginga skiluðu hagnaði á árinu 2007 að undanskildum slysa- og sjúkratryggingum, sem er eins og árið 2006.

Mest var iðgjaldaaukningin í flokki ökutækjatrygginga, eða 22%, sem svarar til 15,7% á föstu verðlagi. Um 59% iðgjalda í skaðatryggingunum er vegna ökutækjatrygginga. Hagnaður af greininni jókst verulega frá fyrra ári, var samtals 2,2 milljarðar kr. á árinu samanborið við 314 kr. hagnað frá því í fyrra og tap á árinu 2005.

Í lögboðnum ökutækjatryggingum jukust iðgjöld um 13% á föstu verðlagi en í frjálsum ökutækjatryggingum var aukningin 22%. Þrátt fyrir það er enn tap af frjálsum ökutækjatryggingum sem nam rúmlega 500 milljónum kr. á árinu 2007.

Frett.19.06.2008.Mynd.2

Eftir batnandi afkomu líftryggingafélaganna lækkaði hagnaður lítillega, var rúmlega 1,3 milljarður kr samanborið við tæplega 1,5 milljarða hagnað á árinu 2006. Líftryggingafélögin eru öll í eigu skaðatryggingafélaga eða annarra félaga á fjármálamarkaði. Eignir líftryggingafélaganna lækkuðu á milli ára vegna endurskipulagningar á einu félaganna.

Frett.19.06.2008.Mynd.3

Sundurliðun vátryggingagreina og ársreikninga á Excel formi.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica