Umræðuskjal um breytingar á reglum nr. 215/2007 um eiginfjárkröfur og áhættugrunn fjármálafyrirtækja.
Fjármálaeftirlitið birtir til umsagnar umræðuskjal nr. 2/2008. Umræðuskjalið er um drög að reglum sem ætlað er að breyta reglum nr. 215/2007 um eiginfjárkröfur og áhættugrunn.
Að mestu er um að ræða minniháttar breytingar á texta tilvitnaðra reglna. Við yfirferð reglnanna og vegna vinnu við þýðingu þeirra yfir á ensku kom í ljós að nokkur atriði máttu betur fara. Í 9. gr. reglnanna er þó um að ræða breytingu vegna breytingar á CRD tilskipun, 2006/48/EB, þar sem bætt er tveimur nýjum fjármálast20,8ofnunum við lista yfir fjölþjóða þróunarbanka og alþjóðastofnanir.
Umræðuskjalið hefur verið sent fjármálafyrirtækjum til umsagnar.
Umsagnarfrestur er til 25. ágúst 2008.