Fjármálaeftirlitið samþykkir breytingu Byr sparisjóðs í hlutafélag
Fjármálaeftirlitið hefur í dag samþykkt umsókn Byrs sparisjóðs um breytingu sparisjóðsins í hlutafélag á grundvelli 73. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Breytingin var jafnframt samþykkt á fundi stofnfjáreigenda þann 27. ágúst sl.
Breyting á félagaformi Byrs sparisjóðs hefur engin áhrif á starfsleyfi sparisjóðsins.
Nánari upplýsingar veitir Íris Björk Hreinsdóttir: iris@fme.is, GSM: 869-2733.