Fréttir


Tímabundin stöðvun viðskipta

6.10.2008

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að stöðva tímabundið viðskipti með alla fjármálagerninga sem gefnir eru út af Glitni banka hf. Kaupþingi banka hf., Landsbanka Íslands hf., Straumi-Burðarási fjárfestingarbanka hf., Spron hf. og Exista hf., og teknir hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði.

Er það mat Fjármálaeftirlitsins að aðstæður umræddra útgefanda séu þannig að viðskiptin mundu skaða hagsmuni fjárfesta, enda ríkir umtalsverð óvissa sem kemur í veg fyrir eðlilega verðmyndun verðbréfanna. Þá er það mat Fjármálaeftirlitsins að jafnræði fjárfesta verði ekki tryggt með öðrum hætti, þar sem verðmótandi upplýsingar séu of dreifðar til að unnt sé að tryggja trúnað þeirra.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica