Fréttir


Vátryggingafélög grípa til ráðstafana

30.10.2008

Vegna fréttar í Morgunblaðinu í dag, 30. október 2008, tekur Fjármálaeftirlitið fram að það hefur að undanförnu verið í nánu samstarfi við vátryggingafélög í þeim tilgangi að afla upplýsinga um fjárhagsstöðu þeirra.

Fjárhagsstaða félaganna er mismunandi, en að öllu óbreyttu er ekkert sem bendir til annars en að þau geti staðið við fjárskuldbindingar sínar gagnvart vátryggingatökum og vátryggðum. Vátryggingafélög, líkt og önnur fjármálaþjónustufyrirtæki, eru að grípa til fyrirbyggjandi ráðstafana í tengslum við þá erfiðleika sem fyrir hendi eru á fjármálamarkaði.

Fjármálaeftirlitið mun fylgjast með þessari vinnu.

Nánari upplýsingar til fjölmiðla veita Íris Björk Hreinsdóttir, iris@fme.is, S: 525-2700 eða GSM: 869-2733 og Úrsúla Ingvarsdóttir, ursula@fme.is, S: 525-700, GSM: 821-4860.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica