Fréttir


Greiðsluskylda Tryggingarsjóðs vegna heildsöluinnlána Glitnis banka hf.

4.11.2008

Þann 31. október 2008 fékk Fjármálaeftirlitið staðfestingu á því að Glitnir banki hf. hafi ekki verið fær um að inna af hendi greiðslu á andvirði tiltekinna heildsöluinnlána í Bretlandi þann 3. október 2008. Það er álit Fjármálaeftirlitsins að sama dag hafi Glitnir banki hf. ekki verið fær um að inna af hendi greiðslu á andvirði innstæðna tiltekinna reikninga, þeirra viðskiptavina sem þess kröfðust.

Samkvæmt 9. gr. laga um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta nr. 98/1999 hefur vegna ofangreindra tilvika stofnast til greiðsluskyldu Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta gagnvart viðskiptavinum Glitnis banka hf. sem ekki hafa fengið greiddar innstæður heildsöluinnlána, í samræmi við ákvæði laganna.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Tryggingarsjóðs (http://www.tryggingarsjodur.is).

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica