Endurskipulagning bankakerfisins
Þessa dagana standa yfir fundir kröfuhafa gömlu bankanna með skilanefndum þeirra. Þar verður meðal annars kynntur ferillinn við endurskipulagningu bankakerfisins, uppskiptingu bankanna og verðmat eigna þeirra. Starfið við endurreisn íslenska bankakerfisins eftir hrunið í októberbyrjun felur í sér fimm samhliða verkferla:
- Gagngert endurmat á eignum og skuldum nýju bankanna við upphaf starfsemi þeirra. Aðferðunum sem notaðar verða við þetta endurmat er ætlað að endurspegla þau verðmæti sem til langs tíma litið felast í eignum nýju bankanna, en ekki það verð sem fyrir þær fengist við þvingaða sölu við erfiðar markaðsaðstæður.
- Samskonar endurmat á eignum og skuldum gömlu bankana til viðmiðunar fyrir skilanefndirnar í starfi þeirra fyrir kröfuhafa.
- Gerð fjárhagsreikninga fyrir hvern nýju bankanna við upphaf starfsemi þeirra í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla.
- Skilgreining og ákvörðun á fjárhagsskuldbindingum nýju bankanna við gömlu bankana á grundvelli endurmats eigna þeirra og skulda og efnahagsreikninga við upphaf starfseminnar.
- Endurskoðun regluumhverfis og framkvæmdar bankaeftirlits til þess að efla viðbúnað við hugsanlegum fjármálakreppum í framtíðinni.
Hér má sjá ferilinn í heild.
Nánari upplýsingar til fjölmiðla veitir: Íris Björk Hreinsdóttir, iris@fme.is, S: 5252-700, GSM: 869-2733.