Fjármálaeftirlitið frestar yfirfærslu innlána Straums-Burðaráss fjárfestingabanka hf.
Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að fresta yfirfærslu innlána Straums – Burðaráss fjárfestingabanka hf. til Íslandsbanka hf. vegna tæknilegra vandkvæða. Um er að ræða flókið verkefni sem er tímafrekara en ætlað var. Af þeim sökum er nauðsynlegt að veita rýmri tímafrest til að ljúka yfirfærslu innlána og útgáfu skulda- og tryggingarskjala.
Yfirfærsla innlána og útgáfa skulda- og tryggingarskjala skal fara fram eigi síðar en kl. 9.00 föstudaginn 3. apríl 2009.
Ákvörðunina er hægt að lesa hér.
Nánari upplýsingar til fjölmiðla veitir Sigurður G. Valgeirsson, sgv@fme.is , s. 525 2700 eða gsm 840 3861.