Umræðuskjöl CEIOPS vegna nýrrar tilskipunar um vátryggingastarfsemi
Fjármálaeftirlitið vekur athygli á umræðuskjölum CEIOPS sem hægt er að nálgast á heimasíðunni. Um er að ræða tillögur að ráðgjöf til Framkvæmdastjórnar ESB vegna nánari útfærslu á nýrri tilskipun um vátryggingastarfsemi (svokallaðri Solvency II tilskipun) sem væntanlega verður samþykkt á Evrópuþinginu í vor. Hagsmunaaðilum gefst kostur á að gera athugasemdir við efni ráðgjafarinnar.
Umræðuskjal 26 fjallar um tölfræðilegar aðferðir við út reikna út besta mat á vátryggingaskuld.
Umræðuskjal 27 fjallar um skiptingu í vátryggingagreinar við útreikning vátryggingaskuldar.
Umræðuskjal 28 fjallar um útreikning gjaldþolskröfu vegna mótaðilaáhættu.
Umræðuskjal 29 fjallar um viðmið eftirlitsstjórnvalda til heimildar á viðbótareiginfjárliðum.
Umræðuskjal 30 fjallar um meðhöndlun framtíðariðgjalda við útreikning vátryggingaskuldar.
Umræðuskjal 31 fjallar um heimildir til notkunar á áhættumildunaraðferðum til lækkunar á gjaldþolskröfu.
Umræðuskjal 32 fjallar um forsendur um framtíðaraðgerðir stjórnenda í útreikningi vátryggingaskuldar.
Umræðuskjal 33 fjallar um stjórnunarhætti vátryggingafélaga.
Umræðuskjal 34 fjallar um gagnsæi og ábyrgð eftirlitsstjórnvalda.
Umræðuskjal 35 fjallar um mat á eignum og skuldbindingum öðrum en vátryggingaskuld.
Umræðuskjal 36 fjallar um félög með sérstakan tilgang (special purpose vehicles).
Umræðuskjal 37 fjallar um verklag sem eftirlitsstjórnvöld skulu fylgja við samþykki á innra líkani til útreiknings gjaldþolskröfu.
Skjölin tólf má nálgast á vefsíðu EIOPA..