Fréttir


Fullnaðarniðurstöður verðmats nýju bankanna liggja nú fyrir

22.4.2009

Deloitte LLP lauk í gær verðmati þeirra eigna sem fluttar voru út úr gömlu bönkunum til að mynda efnahag Nýja Kaupþings banka, NBI og Íslandsbanka. Oliver Wyman hefur í dag yfirfarið verðmatið fyrir hvern banka og uppfært úttekt sína. Verðmatsverkefninu er því lokið. Dreifing er jafnframt hafin á verðmatsskýrslunni til þátttakenda í samningaferlinu sem nú tekur við.

Unnið er að samantekt sem lýsir nánar verðmatinu, aðferðafræði við gerð þess og efnistökum.

Nánari upplýsingar til fjölmiðla veitir Sigurður G. Valgeirsson, sgv@fme.is , s. 525 2700 eða gsm 840 3861.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica