Fréttir


Túlkun Fjármálaeftirlitsins er varðar almennt útboð verðbréfa

8.5.2009

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út túlkun er varðar almennt útboð verðbréfa en um slík útboð er fjallað í 1. tl. 43. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007. Túlkunin hefur verið birt á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins undir Lög og reglur á fjármálamarkaði  – Túlkanir – Túlkanir á verðbréfamarkaði, sjá hér.

Fjármálaeftirlitið vill með túlkun sinni vekja athygli á að reglurnar um almennt útboð verðbréfa í VI. kafla verðbréfaviðskiptalaganna eigi einnig við þegar almennum fjárfestum stendur til að boða að fjárfesta í félagi sem hefur það eitt að markmiði að fjárfesta í verðbréfum annars félags. Í túlkuninni er reifað dæmi um slíkt en einnig er greint frá tilgangi reglnanna og vísað til þeirra réttarheimilda sem gilda.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica