Fjármálaeftirlitið boðar útgefendur fjármálagerninga til fundar.
Fjármálaeftirlitið hefur boðað útgefendur fjármálagerninga á skipulegum verðbréfamarkaði til fundar á morgun föstudag, 15. maí.
Á fundinum munu starfsmenn Fjármálaeftirlitsins fara yfir upplýsingaskyldu útgefenda á skipulegum verðbréfamarkaði en lögð verður sérstök áhersla á þann þátt upplýsingaskyldunnar að greina frá upplýsingum sem líklegar eru til að hafa marktæk áhrif á markaðsverð fjármálagerninga ef opinberar væru. Á fundinum verður einnig fjallað sérstaklega um viðurlög við brotum gegn ákvæðum laga og reglna um upplýsingaskyldu.
Fjármálaeftirlitið hvetur alla útgefendur verðbréfa til að mæta á umræddan fund og þá sérstaklega útgefendur skuldabréfa.
Nánari upplýsingar til fjölmiðla veitir Sigurður G. Valgeirsson, sgv@fme.is , s. 525 2700 eða gsm 840 3861