Fréttir


Námskeið fyrir rekstrarfélög verðbréfasjóða

19.6.2009

Frett.19.06.2009.PGK_20090527_0005_Mynd1

Fjármálaeftirlitið hélt nýverið námskeið fyrir starfsmenn rekstrarfélaga verðbréfasjóða þar sem farið var yfir helstu atriði í útfyllingu skýrslna um sundurliðun fjárfestinga verðbréfa- og fjárfestingarsjóða. Námskeiðið var haldið í ráðstefnusal Norræna hússins og mættu tæplega 40 manns frá níu rekstrarfélögum. Þátttakendur voru meðal annars framkvæmdastjórar rekstrarfélaganna, sjóðstjórar og aðrir er koma að útfyllingu skýrslnanna.

Á námskeiðinu var farið yfir skýrslurnar í heild sinni og tekin fyrir sérstaklega þau atriði sem algengt er að vefjist fyrir þeim sem koma að útfyllingu þeirra.  Þá gafst þátttakendum einnig tækifæri til að leggja fram fyrirspurnir eða koma með athugasemdir til starfsmanna Fjármálaeftirlitsins.

Hér að neðan má nálgast það efni sem farið var yfir á námskeiðinu, en svörum  við þeim spurningum og álitamálum sem komu upp á námskeiðinu hefur verið bætt inn í kynninguna.

Kynninguna má nálgast hér og leiðbeiningarnar um útfyllingu hér.

Nánari upplýsingar til fjölmiðla veitir Sigurður G. Valgeirsson, sgv@fme.is, S: 525-2700 og farsími: 840-3861

Frett.19.06.2009.PGK_20090527_0005_Mynd2

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica