Rós Invest hf. fær starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða
Fjármálaeftirlitið veitti þann 12. júní 2009 Rós Invest hf., kt. 691208-0520, Borgartúni 25, 105 Reykjavík, starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða samkvæmt 7. tölul. 1. mgr. 4. gr., sbr. 7. tölul. 1. mgr. 3. gr. og 2. tölul. 1. mgr. 27. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.
Starfsleyfi Rós Invest hf., tekur til reksturs verðbréfasjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu og fjárfestingarráðgjöf.
Rekstrarfélagið hyggst fyrst um sinn starfrækja einn verðbréfasjóð, verðbréfasjóðinn River Rose.
River Rose er verðbréfasjóður og hefur eingöngu heimild til markaðssetningar á Íslandi. Samkvæmt fjárfestingastefnu sjóðsins mun hann eingöngu fjárfesta í hlutabréfum skráðum í kauphöllunum NYSE og AMEX og innlánum fjármálafyrirtækja innan ramma fjárfestingaheimilda II. kafla F laga nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði.
Jafnframt hefur eigendum Rós Invest hf., sem eru K467 ehf. og Svandís Ríkarðsdóttir, verið veitt heimild til að fara með virkan eignarhlut í félaginu.
Nánari upplýsingar til fjölmiðla veitir Sigurður G. Valgeirsson, sgv@fme.is, s. 525-2700 eða gsm: 840-3861.