Skýrsluskil um framkvæmd innheimtustarfsemi
Fjármálaeftirlitið fer með almennt eftirlit með því að aðilar tilgreindir í 1. mgr. 16. gr. innheimtulaga nr. 95/2008 fari að innheimtulögum, sbr. 15. gr. laganna. Þessir aðilar eru:
• Leyfisskyldir aðilar skv. innheimtulögum nr. 95/2008.
• Viðskiptabankar, sparisjóðir, aðrar lánastofnanir og verðbréfafyrirtæki sem stunda innheimtu.
• Opinberir aðilar sem stunda aðra innheimtu en innheimtu skatta, gjalda og löginnheimtu.
Fjármálaeftirlitið hefur sett reglur nr. 1210/2008 um framkvæmd eftirlits með innheimtustarfsemi samkvæmt innheimtulögum nr. 95/2008. Í 11. gr. reglnanna er kveðið á um skýrsluskil ofangreindra aðila til Fjármálaeftirlitsins.
Þeir aðilar sem heyra undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins samkvæmt innheimtulögunum skulu á hálfs árs fresti skila til Fjármálaeftirlitsins skýrslu um framkvæmd innheimtustarfseminnar og fjárhagsstöðu ásamt öðrum upplýsingum og gögnum sem Fjármálaeftirlitið óskar eftir.
Skýrsluskil skulu fara fram rafrænt í gegnum skýrsluskilakerfi Fjármálaeftirlitsins og er frestur til að skila inn skýrslu vegna fyrri árshelmings 31. ágúst ár hvert og skýrslu vegna síðari árshelmings ásamt endurskoðuðum ársreikningi 31. mars ár hvert.
Aðgangur að skýrsluskilakerfi Fjármálaeftirlitsins
• Verið er að stofna aðgang leyfisskyldra aðila að skýrsluskilakerfi Fjármálaeftirlitsins.
• Viðskiptabankar, sparisjóðir, aðrar lánastofnanir og verðbréfafyrirtæki sem stunda innheimtu, hafa nú þegar aðgang að skýrsluskilakerfi Fjármálaeftirlitsins.
• Opinberir aðilar sem stunda aðra innheimtu en innheimtu skatta, gjalda og löginnheimtu skulu senda tölvupóst á netfangið hildur@fme.is með upplýsingum um nafn og kennitölu innheimtuaðilans fyrir 1. ágúst 2009, til þess að fá aðgang að skýrsluskilakerfi Fjármálaeftirlitsins.
Frekari upplýsingar veitir Hildur Jana Júlíusdóttir.