Fréttir


Greinasyrpa í Fréttablaðinu

26.1.2010

Fréttablaðið hefur að undanförnu birt greinasyrpu eftir starfsmenn á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins. Höfundarnir eru Guðrún Jónsdóttir, sviðsstjóri verðbréfasviðsins, Jared Bibler, rannsakandi og Ómar Þór Ómarsson sérfræðingur.

Greinasyrpan hófst á yfirlitsgrein Guðrúnar þar sem hún fjallaði meðal annars um viðfangsefni Fjármálaeftirlitsins á sviði rannsókna, núverandi stöðu þeirra og áherslur Fjármálaeftirlitsins. Jared Bibler, rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins, skrifaði grein um Ponzi svik og manninn sem gaf þeim nafn og Ómar Þór Ómarsson sérfræðingur skrifaði um nokkur hættumerki í tengslum við gylliboð um fjárfestingar. Að lokum birtist svo grein eftir Jared Bibler um Stanford alþjóðabankann en á síðasta ári komst upp að starfsemi hans reyndist dæmi um Ponzi svik. Greinarnar er að finna hér fyrir neðan.

Grein Guðrúnar Jónsdóttur er hér.
Grein Jareds Bibler er hér.
Grein Ómars Þórs Ómarssonar er hér.
Seinni grein Jareds Bibler er hér.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica