Fréttir


Fjármálaeftirlitið veitir Arctica Finance hf. starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki

29.3.2010

Fjármálaeftirlitið hefur veitt Arctica Finance hf., kt. 540509-1820, Smáratorgi 3, 201 Kópavogi, starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki, samkvæmt 5. tl. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.

Starfsleyfi Arctica Finance hf. tekur til viðskipta og þjónustu með fjármálagerninga samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti sem felst í móttöku og miðlun fyrirmæla frá viðskiptavinum um einn eða fleiri fjármálagerninga skv. tölulið 6 a, framkvæmd fyrirmæla fyrir hönd viðskiptavina skv. tölulið 6 b, eignastýringu skv. tölulið 6 c og fjárfestingarráðgjöf skv. tölulið 6 d í 1. mgr. 3. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.

Arctica Finance hf. hyggst að auki stunda starfsemi á grundvelli a., b., d. og e. liðar 1. tl. og a. og c. liðar  2. tl. 1. mgr. 25. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.

Fjármálaeftirlitið hefur samhliða veitingu starfsleyfis til handa Arctica Finance veitt Arctica Eignarhaldsfélagi ehf. heimild til að eiga og fara með yfir 50% eignarhlut í fyrirtækinu.
Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica