Fjármálaeftirlitið boðar til fundar með fjármálafyrirtækjum og útgefendum fjármálagerninga
Fjármálaeftirlitið hefur boðað til fundar með regluvörðum og viðeigandi starfsmönnum fjármálafyrirtækja og útgefenda fjármálagerninga miðvikudaginn 14. apríl nk.Á fundinum munu starfsmenn Fjármálaeftirlitsins fara yfir upplýsingaskyldu útgefenda, hlutverk regluvarða, markaðsmisnotkun og innherjasvik auk þess sem almennt verður fjallað um viðurlagamál. Fjallað verður um skyldu útgefenda til birtingar upplýsinga og farið verður yfir framkvæmd birtingarinnar. Farið verður yfir hlutverk regluvarða annars vegar hjá fjármálafyrirtækjum og hins vegar hjá útgefendum fjármálagerninga. Ákvæðum verðbréfaviðskiptalaga um markaðsmisnotkun og innherjasvik verða gerð sérstök skil auk þess sem fjallað verður almennt um viðurlagamál hjá Fjármálaeftirlitinu, viðurlagaheimildir þess og beitingu þeirra.
Fjármálaeftirlitið hvetur regluverði og aðra starfsmenn fjármálafyrirtækja og útgefenda sem koma að ofangreindum málum til að sækja fundinn. Fundurinn stendur frá kl 10-16 og er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á soley@fme.is.