Fréttir


Fjármálaeftirlitið veitir Alfa verðbréfum hf. starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki

13.4.2010

Fjármálaeftirlitið hefur veitt Alfa verðbréfum hf., kt. 700404-6760, Bankastræti 5, 101 Reykjavík, starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki, samkvæmt 5. tl. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Starfsleyfi Alfa verðbréfa hf. tekur til viðskipta og þjónustu með fjármálagerninga, samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti, sem felst í móttöku og miðlun fyrirmæla frá viðskiptavinum um einn eða fleiri fjármálagerninga skv. tölulið 6 a, fjárfestingarráðgjöf skv. tölulið 6 d og umsjón með útboði án sölutryggingar skv. tölulið 6 f í 1. mgr. 3. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Starfsheimildir Alfa verðbréfa hf. skv. a. og d. 6. tl. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki eiga bara við um fjármálagerninga tengdum samstarfsaðila Alfa, CREDIT SUISSE (UK) LIMITED.
Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica