Fjármálaeftirlitið veitir T Plús hf. starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki
Fjármálaeftirlitið hefur veitt T Plús hf., kt. 531009-1180, Strandgötu 3, 600 Akureyri, starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki, samkvæmt 5. tl. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.Starfsleyfi T Plús hf. tekur til starfsemi skv. b-lið 6.tl. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.
Starfsemi félagsins tekur til þjónustu skv. b-lið 1. tl. 1. mgr. 25. gr., ásamt viðbótarþjónustu skv. a –lið 2.tl. 1. mgr. 25. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.
Nánari upplýsingar til fjölmiðla veitir Sigurður G. Valgeirsson, sgv@fme.is, s. 520-3700 eða gsm 840-3861.