Yfirlýsing Fjármálaeftirlitsins vegna kaupa William Demant Invest A/S föstudaginn 11. febrúar 2011 á 2,4% hlut í Össuri hf.
Í lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti er fjallað um þær aðstæður þegar eigandi hlutafjár átti meira en 30% atkvæðisrétt í félagi sem hefur fjármálagerninga tekna til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði fyrir 1. apríl 2009. Í athugasemdum við ákvæðið kemur fram að þeir sem væru yfir tilboðsskyldumörkum yrðu læstir við þau mörk sem þeir voru í 1. apríl 2009.
Umræddur aðili átti 39,88% hlut í Össuri hf. þann 1. apríl 2009. Með kaupunum á föstudaginn sl. fór eignarhlutur sjóðsins í 39,58% og er hann því innan þeirra marka sem félagið er læst við. Af þeirri ástæðu er félagið ekki yfirtökuskylt skv. lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.