Nýr formaður og varaformaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins
Aðalsteinn Leifsson, lektor, hefur tekið við sem nýr formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins og Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dósent, hefur tekið við sem varaformaður. Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, situr áfram í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Þau Aðalsteinn og Ingibjörg koma í stað Lilju Ólafsdóttur, hdl, sem var formaður stjórnar og Kristínar Haraldsdóttur, lögfræðings, LLM, sem var varaformaður stjórnar. Varamenn í stjórn Fjármálaeftirlitsins eru sem áður þeir Halldór S. Magnússon, framkvæmdastjóri, Sigurður Þórðarson, endurskoðandi og Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri, tilnefndur af Seðlabanka Íslands.