Fréttir


Fjármálaeftirlitið gefur út leiðbeinandi tilmæli um undanþágu frá starfrækslu innri endurskoðunardeildar hjá fjármálafyrirtækjum

28.6.2011

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út leiðbeinandi tilmæli um undanþágu frá starfrækslu innri endurskoðunardeildar hjá fjármálafyrirtækjum, nr. 2/2011. Tilmælin leysa af hólmi eldri tilmæli Fjármálaeftirlitsins nr. 4/2003 varðandi undanþágu frá starfrækslu endurskoðunardeildar hjá fjármálafyrirtækjum.

Með lögum nr. 75/2010 var m.a. gerð breyting á 16. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. Í 1. mgr. 16. gr. laganna er kveðið á um að í fjármálafyrirtæki skuli starfa endurskoðunardeild sem annast innri endurskoðun. Á grundvelli 5. mgr. 16. gr. laganna getur Fjármálaeftirlitið, með hliðsjón af eðli og umfangi rekstrar einstakra fjármálafyrirtækja, veitt undanþágu frá starfrækslu innri endurskoðunardeildar eða frá einstökum þáttum starfsemi þeirra og sett þeim fyrirtækjum sérstök skilyrði sem slíka undanþágu fá. Tilmælin lýsa þeim viðmiðum sem Fjármálaeftirlitið hefur til hliðsjónar við ákvörðun um veitingu undanþágunnar.

Fjármálaeftirlitið þakkar veittar umsagnir.

Tilmælin má sjá hér.


Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica