Fréttir


Reglur settar um hæfismat framkvæmdastjóra og stjórnarmanna fjármálafyrirtækja

21.7.2011

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út reglur um framkvæmd hæfismats framkvæmdastjóra og stjórnarmanna fjármálafyrirtækja. Reglurnar eru að miklu leyti í samræmi við breytt verklag við mat á hæfi sem tekið var upp í Fjármálaeftirlitinu í ársbyrjun 2010.

Samkvæmt reglunum skal fjármálafyrirtæki tilkynna Fjármálaeftirlitinu fyrirfram, ef hægt er, um skipan og síðari breytingar á framkvæmdastjóra og stjórn. Þá ber fyrirtækinu að skila nánar tilgreindum gögnum innan fjögurra vikna frá kosningu stjórnarmanna eða ráðningu framkvæmdastjóra.

Í reglunum er meðal annars fjallað ítarlega um framkvæmd hæfismats. Þá kveða reglurnar á um hæfisskilyrði framkvæmdastjóra og stjórnarmanna fjármálafyrirtækja, m.a. skilyrði um fjárhagslegt sjálfstæði og  nægilega þekkingu framkvæmdastjóra og stjórnarmanna. Reglurnar í heild sinni má sjá hér.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica