Fréttir


Fjármálaeftirlitið veitir Arctica Finance hf. auknar starfsheimildir

10.8.2011

Fjármálaeftirlitið veitti Arctica Finance hf. þann 27. júlí sl. auknar starfsheimildir sem verðbréfafyrirtæki og var starfsleyfi félagsins endurútgefið með tilliti til þess.

Starfsleyfi Arctica Finance hf. var fyrst gefið út þann 26. mars 2010. Það náði þá til viðskipta og þjónustu með fjármálagerninga samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti sem felst í móttöku og miðlun fyrirmæla frá viðskiptavinum um einn eða fleiri fjármálagerninga skv. a lið 6. tölul., framkvæmd fyrirmæla fyrir hönd viðskiptavina skv. b lið 6. tölul., eignastýringu skv. c lið 6. tölul. og fjárfestingarráðgjöf skv. d lið 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki., sbr. a, b, d og e lið 1. tölul. 1. mgr. 25. gr. sömu laga. Eftir veitingu aukinna starfsheimilda tekur starfsleyfi Arctica Finance hf. einnig til umsjónar með útboði fjármálagerninga án sölutryggingar og töku verðbréfa til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði skv. f lið 6. tölul. 1. mgr. 3. gr., sbr. g lið 1. tölul. 1. mgr. 25. gr. sömu laga. 

Til viðbótar við framangreinda þjónustuþætti tekur endurútgefið starfsleyfi Arctica Finance hf. til vörslu og stjórnunar í tengslum við einn eða fleiri fjármálagerninga fyrir reikning viðskiptavinar, þ.m.t. vörslu fjármálagerninga og tengdrar þjónustu, svo sem vegna fjármuna eða trygginga, ráðgjafar til fyrirtækja um uppbyggingu eigin fjár, stefnumótunar og skyldra mála og ráðgjafar og þjónustu varðandi samruna fyrirtækja og kaupa á þeim og gjaldeyrisþjónustu ef umrædd viðskipti eru liður í fjárfestingarþjónustu skv. a, c og e lið 2. tölul. 1. mgr. 25. gr. áðurnefndra laga.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica