Fréttir


Ný þjónustugátt

27.6.2018

Ný þjónustugátt hefur verið opnuð hér á vef Fjármálaeftirlitsins. Í þessari fyrstu útgáfu verður hægt að taka rafrænt við upplýsingum í tengslum við mat á hæfi framkvæmdastjóra og stjórnarmanna eftirlitsskyldra aðila en ætlunin er að bjóða í framtíðinni upp á rafrænar innsendingar á öllum eyðublöðum, umsóknum og tilkynningum til Fjármálaeftirlitsins. Þjónustugáttin  hefur það hlutverk að bæta þjónustu og aðgengi að Fjármálaeftirlitinu og auka öryggi gagna.

Þjónustugáttin  býður upp á tvenns konar aðgang: einstaklingsaðgang og fyrirtækjaaðgang. Allir einstaklingar með rafræn skilríki geta skráð sig inn í gáttina. Farið er fram á að eftirlitsskyldir aðilar tilnefni fulltrúa sem ákvarðar heimildir starfsmanna til að senda gögn í gegnum þjónustugáttina.

Ábendingar um það sem betur má fara eru alltaf vel þegnar og má senda þær á netfangið fme@fme.is

Hér má nálgast leiðbeiningar.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica