Nýjar reglur um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti fjármálafyrirtækja, greiðslustofnana og rafeyrisfyrirtækja
Fjármálaeftirlitið hefur gefið út nýjar reglur nr. 1001/2018 um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti fjármálafyrirtækja, greiðslustofnana og rafeyrisfyrirtækja. Leysa þær af hólmi gildandi reglur um sama efni nr. 672/2017 um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti fjármálafyrirtækja. Reglurnar voru samþykktar af stjórn Fjármálaeftirlitsins 17. október sl. og birtar á vef Stjórnartíðinda 15. nóvember.
Með hinum nýju reglum er gildissvið eldri reglna útvíkkað þannig að þær nái til greiðslustofnana og rafeyrisfyrirtækja, en skylda liggur á Fjármálaeftirlitinu að setja reglur um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti þessara félaga. Til samræmis við þessa breytingu var nafni reglnanna breytt.
Samhliða útvíkkun gildissviðsins var smávægileg breyting gerð á 9. gr. reglnanna þar sem upphafstími varðveislu kvartana var skilgreindur betur til að gera ákvæðið skýrara.