Nýmæli á verðbréfamarkaði
Morgunverðarfundur Fjármálaeftirlitsins
Fjármálaeftirlitið (FME) býður til opins morgunverðarfundar föstudaginn 21. ágúst í Gullteigi á Grand Hóteli. Húsið verður opnað kl. 8:00 með léttum morgunverði. Dagskrá hefst kl. 8:15 og stendur til kl. 10:00.
Dagskrá:
- Opnun fundarins – Sigurveig Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri vettvangs- og verðbréfaeftirlits Fjármálaeftirlitsins
- Steven Maijoor, stjórnarformaður Evrópska verðbréfa- og markaðseftirlitsins (ESMA), kynnir helstu áherslur þess árið 2015
- EMIR reglugerðin og áhrif hennar á Ísland – Andri Már Gunnarsson, sérfræðingur FME
- Umræður og spurningar úr sal
Vinsamlegast skráið þátttöku á fme@fme.is fyrir dagslok 19. ágúst