Nýtt tölublað Fjármála komið út
Nýtt tölublað Fjármála, vefrits Fjármálaeftirlitsins er komið út. Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, skrifar greinina: Nýr kafli í sögu Fjármálaeftirlitsins hefst senn. Staða íslensku viðskiptabankanna og helstu áskoranir framundan eru til umfjöllunar í grein Finns Sveinbjörnssonar, framkvæmdastjóri bankasviðs, Elmars Ásbjörnssonar, forstöðumanns áhættugreiningar á bankasviði og Skúla Magnússonar, sérfræðings í fjárhagslegu eftirliti. Þá fjallar Bryndís Ásbjarnardóttir, forstöðumaður þjóðhagsvarúðar, um húsnæðismarkaðinn og fjármálastöðugleika og Jón Ævar Pálmason, sérfræðingur í áhættugreiningu, skrifar um meðferð skuldabréfa í ársreikningum lífeyrissjóða.