Persónuverndaryfirlýsing Fjármálaeftirlitsins
Fjármálaeftirlitið hefur birt persónuverndaryfirlýsingu á vef sínum og tilnefnt persónuverndarfulltrúa. Í persónuverndaryfirlýsingunni er gerð grein fyrir stöðu Fjármálaeftirlitsins sem ábyrgðaraðila og vinnsluaðila og hvernig vinnslu persónuupplýsinga hjá Fjármálaeftirlitinu er háttað. Þar kemur fram að Fjármálaeftirlitið vinnur fyrst og fremst með ópersónugreinanlegar upplýsingar tengdar fyrirtækjum í fjármálastarfsemi. Að því marki sem Fjármálaeftirlitið vinnur með persónuupplýsingar er tilgangur þeirrar vinnslu einkum að sinna lögbundnu eftirlitshlutverki. Fjármálaeftirlitið starfar í samræmi við lög nr. 77/2017 um opinber skjalasöfn og varðveitir persónuupplýsingar í samræmi við ákvæði laganna. Fjármálaeftirlitið afhendir einungis persónuupplýsingar þegar skýr lagaskylda kveður á um slíkt eða á grundvelli samþykkis. Rík þagnarskylda gildir um starfsemi Fjármálaeftirlitsins og er örugg vinnsla persónuupplýsinga órjúfanlegur þáttur í starfsemi eftirlitsins. Þá er í persónuverndaryfirlýsingunni fjallað um rétt til aðgangs að persónuupplýsingum og með hvaða hætti einstaklingar geti óskað eftir aðgengi að upplýsingum um sig sjálfa.