Reglugerð um endurbótaáætlanir fjármálafyrirtækja hefur verið gefin út
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur gefið út Reglugerð um endurbótaáætlanir lánastofnana og verðbréfafyrirtækja og samstæður þeirra nr. 50/2019. Reglugerðin gildir um endurbótaáætlanir lánastofnana og verðbréfafyrirtækja með stofnframlag skv. 2. mgr. 14. gr. a laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, og samstæður þeirra ef við á samkvæmt IX. kafla A sömu laga.
Í reglugerðinni er meðal annars að finna ítarlega lýsingu á inntaki endurbótaáætlana og lýsingu á mati á endurbótaáætlunum sem Fjármálaeftirlitið annast.