Reglur um ársreikninga lífeyrissjóða
Fjármálaeftirlitið hefur sett reglur um ársreikninga lífeyrissjóða, nr. 335/2015, en samkvæmt 5. mgr. 40. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda, nr. 129/1997, setur Fjármálaeftirlitið reglur um uppsetningu ársreiknings, innihald einstakra liða efnahagsreiknings, yfirlit um breytingar á hreinni eign til greiðslu lífeyris, sjóðstreymi, skýringar og mat á einstökum liðum. Eldri reglur, nr. 55/2000, höfðu ekki verið uppfærðar um nokkra hríð, jafnvel þótt gerðar hafa verið breytingar á lögum um ársreikninga frá því þær voru settar.
Við gerð reglnanna var í fyrsta lagi lögð áhersla á að samræma reglurnar sem mest við lög um ársreikninga. Var það gert til að tryggja að reglurnar taki mið af ákvæðum sérlaga sem gilda um reikningsskil og séu orðaðar með samræmdum hætti við lögin. Í öðru lagi voru unnar breytingar á uppsetningu ársreikningsins. Í þriðja lagi voru gerðar breytingar á matsreglum lífeyrissjóða. Í fjórða lagi er nú í reglunum kveðið á um meira gagnsæi en áður vegna þóknana þeirra sem starfa í þágu lífeyrissjóða.