Reglur um ársreikninga verðbréfasjóða og fjárfestingarsjóða
Fjármálaeftirlitið hefur gefið út reglur um ársreikninga verðbréfasjóða og fjárfestingarsjóða . Reglurnar koma fyrst til framkvæmda á næsta ári við gerð árshlutauppgjörs miðað við 30. júní 2016. Ársreikningar fyrir reikningsskilaárið 2016 verða unnir í samræmi við reglurnar.
Þær nýjungar sem felast í reglum um ársreikninga verðbréfasjóða og fjárfestingarsjóða eru að gagnsæi til fjárfesta hefur verið aukið með talsverðum breytingum á rekstrarreikningi og auknum kröfum um skýringar. Þá hafa reglurnar verið samræmdar við UCITS IV tilskipunina. Þá hafa sérreglur verið teknar upp, að því er varðar reikningsskil verðbréfasjóða og fjárfestingarsjóða, en rekstrarfélögum verðbréfasjóða verður áfram skylt að gera eigin ársreikninga í samræmi við reglur um reikningsskil þeirra, nr. 97/2004.