Fréttir


Reglur um hámarksútgreiðslufjárhæð og takmarkanir á útgreiðslum fjármálafyrirtækja vegna eiginfjárauka

19.1.2016

Fjármálaeftirlitið hefur sett reglur um hámarksútgreiðslufjárhæð og takmarkanir á útgreiðslum fjármálafyrirtækja vegna eiginfjárauka , sbr. 7. mgr. 84. gr. a laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. Reglurnar hafa verið samþykktar af stjórn Fjármálaeftirlitsins og birtar í Stjórnartíðindum. Reglurnar fjalla um það hvernig útgreiðslur fjármálafyrirtækja, s.s. arðgreiðslur eða kaupaukar, takmarkast ef fjármálafyrirtæki heldur ekki nægu eigin fé vegna eiginfjárauka.

Þegar hefur verið lögfest innleiðing á einum eiginfjárauka, svonefndum verndunarauka. Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um aðra eiginfjárauka verður tekin að fengnum tilmælum frá fjármálastöðugleikaráði.

Evrópska bankaeftirlitið (e. European Banking Authority, EBA) gaf nýlega út álit á því hvernig túlka skuli umrætt ákvæði reglna um hámarksútgreiðslufjárhæð og takmarkanir á útgreiðslum fjármálafyrirtækja vegna eiginfjárauka. Í áliti sínu frá 16. desember sl. staðfestir EBA að taka skuli tillit til grunneiginfjárkröfu samkvæmt stoð I og viðbótareiginfjárkröfu vegna stoðar II annars vegar auk samanlagðrar kröfu um eiginfjárauka hins vegar við útreikning á hámarksútgreiðslufjárhæð. Álit EBA er í samræmi við reglur Fjármálaeftirlitsins og festir í sessi forgang eiginfjárkrafna vegna eiginfjárþáttar A.

Í 1. mgr. 6. gr. reglnanna segir: “Stuðul skv. 2. mgr. 4. gr. þessara reglna skal reikna út með því að bera saman i) eigið fé eiginfjárþáttar A sem fjármálafyrirtækið viðheldur og er ekki nýtt til að mæta eiginfjárkröfu skv. 1. málsl. 1. mgr. 84. gr. laga um fjármálafyrirtæki og viðbótar eiginfjárkröfu skv. a-lið 1. mgr. 84. gr. sömu laga og ii) samanlagða kröfu um eiginfjárauka á hverjum ársfjórðungi.“ Ákvæðið byggir á 6. mgr. 141. gr. tilskipunar 2013/36/ESB.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica