Samruni Sparisjóðs Norðurlands ses. við Landsbankann hf.
Fjármálaeftirlitið samþykkti þann 4. september 2015 samruna Sparisjóðs Norðurlands ses. við Landsbankann hf. á grundvelli 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Landsbankinn tekur við öllum réttindum og skyldum Sparisjóðs Norðurlands og verða félögin sameinuð undir nafni Landsbankans.
Samruninn mun ekki hafa áhrif á greiðslustað skuldaskjala en frestur til að gera athugasemdir við yfirfærslu innlánsreikninga skal vera 30 dagar frá birtingu auglýsingar þessarar í Lögbirtingablaði, sbr. 6. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.
Fjármálaeftirlitið veitir frekari upplýsingar sé þess óskað.