Skýrslugjöf um viðskipti með fjármálagerninga - TRS II tekur við af TRS I
Fjármálaeftirlitið mun taka í notkun nýtt kerfi um áramótin 2017-2018 til að taka á móti tilkynningum um viðskipti með fjármálagerninga, svokallað TRS II kerfi. TRS II kerfið verður tekið í notkun 3.janúar 2018 og er kerfið hluti af innleiðingu nýs regluverks á verðbréfamarkaði.
Nánari upplýsingar um TRS II, þar með talið dreifibréf til fjármálafyrirtækja, vísun á skilgreiningar um útfyllingu tilkynninga, upplýsingar um innihald tilkynninga og leiðbeiningar um skýrsluskil má sjá á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins.