Tímabundið bann við gerð samninga um skortsölu með hlutabréf í Liberbank S.A.
Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitið (European Securities and
Markets Authority) (ESMA)
hefur birt samþykkjandi álit á tímabundnu banni spænska verðbréfamarkaðseftirlitsins
Comisión Nacional del Mercado de Valores (CNMV) við gerð samninga um skortsölu
eða að taka skortstöður með hlutabréf í Liberbank S.A. á grundvelli reglugerðar
Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 236/2012 um skortsölu og tiltekna þætti
skuldatrygginga. Bannið tók gildi fyrir
opnun markaða 12. júní 2017 og gildir í einn mánuð.
Skortsölureglugerðin var samþykkt á Alþingi hinn 1. júní sl.
og öðlast gildi 1. júlí 2017 á Íslandi. Hér má sjá frekari
upplýsingar um skortsölureglugerðina.
Áframhaldandi bann
Evrópska verðbréfaeftirlitið hefur nú samþykkt áframhaldandi
bann við gerð samninga um skortsölu og að taka skortstöður með
hlutabréf í Liberbank S.A. Framlengingin gildir í 2 mánuði eða til 12. september
næstkomandi.
Fréttin var uppfærð 13. júlí 2017