Fréttir


Tímafrestir við afgreiðslu tilkynninga um virkan eignarhlut miðast við móttöku fullbúinnar tilkynningar

23.1.2017

Í tilefni frétta í Morgunblaðinu og á vef Viðskiptablaðsins um helgina þar sem kveðið er á um að Fjármálaeftirlitið hafi ekki enn afgreitt tilkynningu BLM fjárfestinga ehf. um aukinn virkan eignarhlut í Lýsingu hf. og að stofnunin sé komin umfram lögbundinn frest vill Fjármálaeftirlitið koma eftirfarandi á framfæri.

Fjármálaeftirlitið telur nauðsynlegt að leiðrétta misskilning á þeim reglum sem gilda um tímafresti á afgreiðslu tilkynninga um virka eignarhluti. Eins og reyndar kemur fram aftarlega í grein Morgunblaðsins reiknast tímafrestir frá og með móttöku stofnunarinnar á fullbúinni tilkynningu um virka eignarhluti. Við útreikninga á tímafrestum er þannig ekki miðað við aðrar dagsetningar, eins og dagsetningu kaupsamnings, heldur er miðað við þann dag er Fjármálaeftirlitið staðfestir móttöku fullbúinnar tilkynningar. 

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica