Fréttir


Umræðuskjal vegna leiðbeinandi tilmæla um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti fjármálafyrirtækja

14.11.2014

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 13/2014 vegna leiðbeinandi tilmæla um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti fjármálafyrirtækja, sbr. reglur nr. 670/2013. Með tilmælunum eru settar fram leiðbeiningar og nánari útfærslur á ákvæðum reglna nr. 670/2013 um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti fjármálafyrirtækja.

Við gerð umræðuskjalsins var ákveðið að auka samstarf við fulltrúa hagsmunaaðila, þ.e. Samtök fjármálafyrirtækja, og veita þeim kost á því að koma sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi efni tilmælanna fyrr en áður hefur verið gert. Voru fyrstu drög að umræðuskjalinu því send SFF til umsagnar þegar eftir að þau lágu fyrir. í kjölfar móttöku athugasemda og ábendinga SFF fór fram umræða milli eftirlitsins og samtakanna um drögin og efni þeirra. Afrakstur þessa má finna í meðfylgjandi umræðuskjali sem nú er sent til umsagnar á fjármálamarkaði.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica