Fréttir


Vefritið Fjármál komið út

21.4.2015

Fjármál, vefrit Fjármálaeftirlitsins, er komið út og er þetta fyrsta tölublað ársins.  Í blaðinu eru fjórar greinar eftir sérfræðinga Fjármálaeftirlitsins en þetta er fjórða árið sem blaðið er gefið út.

Hæfismat stjórnarmanna og framkvæmdastjóra er til umfjöllunar í grein Arndísar Kristjánsdóttur og Helgu Rutar Eysteinsdóttur, lögfræðinga á eftirlitssviði. Björn Z. Ásgrímsson, sérfræðingur í áhættugreiningu lífeyrissjóða spyr hvort lífeyrir á Íslandi sé nægjanlegur. Þá skrifar Páll Friðriksson, forstöðumaður verðbréfamarkaðseftirlits um nýjar lagareglur um innherja og meðferð innherjaupplýsinga. Guðmundur Örn Jónsson, sérfræðingur á greiningarsviði, fjallar að lokum um hvort forsendur fyrir mati á eiginfjárþörf íslenskra banka séu nógu traustar.

Í blaðinu er ennfremur að finna svipmyndir af ráðstefnu sem Fjármálaeftirlitið efndi til nýlega undir yfirskriftinni: Hvers vegna fjármálaeftirlit?  

Fjármál 1. tölublað, 4. árgangur, apríl 2015

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica