Fréttir


Vinna hafin við að sameina Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið

11.10.2018

Vinna er hafin við að sameina Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið og hefur frétt þess efnis verið birt á vef forsætisráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis. Í fréttinni kemur fram að ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins hafi ákveðið að hefja endurskoðun lagaumgjarðar um peningastefnu, þjóðhagsvarúð og fjármálaeftirlit. 

Þá kemur fram í fréttinni að á vegum ráðherranefndarinnar starfi verkefnisstjórn um peningastefnu, þjóðhagsvarúð og fjármálaeftirlit, skipuð af forsætisráðherra. Hún sé skipuð fulltrúum forsætisráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis auk tengiliða frá Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu.

Sjá hér frétt forsætisráðuneytisins í dag, 11. október 2018: Vinna hafin við að sameina Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica