Fréttir


Virkir eigendur Íslenskra verðbréfa hf.

27.3.2019

Hinn 25. mars sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Björg Capital ehf. og tengdir aðilar teldust hæfir til að fara með virkan eignarhlut sem nemur 50% í Íslenskum verðbréfum hf., þ.m.t. í dóttur- og hlutdeildarfélögunum ÍV sjóðum hf. og T Plús hf., sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Fjármálaeftirlitið lagði mat á hæfi Bjargar Capital ehf. til að fara með virkan eignarhlut í Íslenskum verðbréfum hf. með beinni hlutdeild. Jafnframt lagði Fjármálaeftirlitið mat á hæfi LMJ Kapital ehf. og Þorbjargar Stefánsdóttur til að fara með virkan eignarhlut í sama verðbréfafyrirtæki með óbeinni hlutdeild. 

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica