Fréttir


Yfirlýsing Fjármálaeftirlitsins og Nasdaq Iceland um samstarf undirrituð

18.4.2016

Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins og Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland hf. (Kauphöllin) hafa undirritað nýja yfirlýsingu Fjármálaeftirlitsins og Kauphallarinnar um samstarf við framkvæmd eftirlitsverkefna og upplýsingamiðlun.

Unnur Gunnarsdóttir og Páll Harðarson

Fjármálaeftirlitið og Kauphöllin hafa átt með sér samstarf um framkvæmd eftirlits á verðbréfamarkaði og verkaskiptingu um langt skeið. Í yfirlýsingunni er kveðið á um ábyrgð Fjármálaeftirlitsins á eftirliti með framkvæmd laga um verðbréfaviðskipti, ábyrgð Kauphallarinnar við eftirlit með verðbréfamarkaði, forsendur eftirlits Kauphallarinnar, framkvæmd þess, verkaskiptingu Fjármálaeftirlitsins og Kauphallarinnar og fyrirkomulag upplýsingamiðlunar á milli umræddra aðila.

Meginmarkmið yfirlýsingarinnar er að tryggja áframhaldandi samstarf Fjármálaeftirlitsins og Kauphallarinnar í eftirlitsmálum og tryggja með þeim hætti skilvirkni í rannsókn og meðferð eftirlitsmála, að ábyrgð hvors aðila og verkaskipting sé skýr, og að tvíverknaði í eftirliti verði haldið í lágmarki. Einnig að miðlun upplýsinga á milli aðila verði greið og að tryggð verði samræmd viðbrögð Fjármálaeftirlitsins og Kauphallarinnar þegar upp koma mál sem líkur eru til að hafi mikla þýðingu á fjármálamarkaði.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica