Fréttir


Yfirlýsing vegna viðlagaæfingar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í janúar 2019

31.1.2019

Stjórnvöld sem bera ábyrgð á eftirliti með fjármálastöðugleika á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjum héldu sameiginlega viðlagaæfingu 22. og 23. þessa mánaðar. Í æfingunni tóku þátt 31 stjórnvald frá Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Íslandi, Lettlandi, Litháen, Noregi og Svíþjóð ásamt viðkomandi stofnunum Evrópusambandsins. Starfsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fylgdist einnig með æfingunni.

Í æfingunni var tekist á við ímyndað fjármálaáfall tengt tilbúnum bönkum á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjum. Æfingin reyndi á hæfni stjórnvalda til að bregðast við áfalli og eiga svæðisbundna samvinnu. Í framhaldi æfingarinnar munu þátttakendur skoða vandlega niðurstöður hennar og draga lærdóm af hvernig efla megi viðbúnað við fjármálaáföllum.

Vinnuhópur, sem sænski seðlabankinn veitti forystu, var stofnaður árið 2017 á vegum Stöðugleikahóps Norðurlanda og Eystrasaltsríkja (e. Nordic Baltic Stability Group (NBSG)) til að undirbúa æfinguna. Aðild að hópnum eiga fjármálaráðuneyti, seðlabankar, fjármálaeftirlit og skilavöld áðurnefndra átta ríkja. Ákveðið hefur verið að halda áfram samvinnu um undirbúning fyrir fjármálaáföll og halda reglulegar viðlagaæfingar.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica