Fréttir


Fréttir: 2008 (Síða 5)

Fyrirsagnalisti

23.1.2008 : Góð þátttaka á fundi FME með regluvörðum útgefenda

Þann 22. janúar sl. hélt Fjármálaeftirlitið kynningarfund fyrir regluverði útgefenda. Fundurinn var vel sóttur en um 40 regluverðir og staðgenglar þeirra mættu til fundarins.

Lesa meira

18.1.2008 : Kynningarfundur á eiginfjárskýrslu

Fjármálaeftirlitið efnir til kynningarfundar á eiginfjárskýrslu skv. Basel II (COREP) fimmtudaginn 7. febrúar nk. kl. 10.30 í Fræðslumiðstöð sparisjóðanna, Rauðarárstíg 27. Starfsmönnum fjármálafyrirtækja gefst jafnframt kostur á að fylgjast með kynningunni á fjarfundi hjá Sparisjóði Norðlendinga, Skipagötu 9 á Akureyri. Lesa meira

15.1.2008 : Staða íslenskra fjármálafyrirtækja

Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, fjallaði um stöðu íslenskra fjármálafyrirtækja á fundi hjá félagi um fjárfestatengsl í morgun (15. janúar). Í erindi sínu ræddi Jónas um afkomu og helstu áhættuþætti í starfsemi fjármálafyrirtækja en vegna óróa á alþjóðlegum mörkuðum vegna lausafjárerfiðleika hefur gengi þeirra hefur lækkað einna mest af skráðum félögum á undanförnum mánuðum.

Lesa meira

14.1.2008 : OMX tekur að sér að veita þjónustu við miðlægt geymslukerfi á Íslandi

OMX, leiðandi fyrirtæki í kauphallarstarfsemi, hefur gert samning við Fjármálaeftirlitið um afnot af hugbúnaði og þjónustu fyrir miðlægt geymslukerfi birtingaskyldra upplýsinga á Íslandi. OMX Nordic Exchange á Íslandi mun sjá um þjónustu fyrir miðlæga geymslukerfið með hliðsjón af tilskipun ESB um gagnsæi. Allar birtingaskyldar upplýsingar útgefenda verðbréfa munu, í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti, verða vistaðar í miðlæga geymslukerfinu, sem tekið verður í notkun 1. febrúar 2008.

Lesa meira

11.1.2008 : Fyllri reglur settar um upplýsingaskyldu við töku persónutrygginga.

Þann 14. desember sl. samþykkti Alþingi frumvarp um breytingu á lögum um vátryggingarsamninga, nr. 30/2004. Með breytingunum voru m.a. settar fyllri reglur um upplýsingaskyldu við töku persónutrygginga. Alþingi samþykkti breytingu á 82. gr. áðurgreindra laga. Meðal nýmæla er að vátryggingartaki, eða eftir atvikum vátryggður, skal staðfesta að þær upplýsingar sem hann veitir um sjúkdóma foreldra eða systkina sinna séu veittar með þeirra samþykki, enda sé með sanngirni hægt að ætlast til að hann hafi getað aflað slíks samþykkis. Umrædd lagabreyting hefur það í för með sér að vátryggingafélög verða að endurskoða verklag sitt við töku persónutrygginga.

Lesa meira

9.1.2008 : Fjármálaeftirlitið á Guernsey heimsótti Fjármálaeftirlitið

Fjármálaeftirlitið á Guernsey (The Guernsey Financial Services Commission) heimsótti Fjármálaeftirlitið dagana 7. og 8. janúar.

Lesa meira
Síða 5 af 5






Þetta vefsvæði byggir á Eplica