Fréttir


ESMA bannar tvíundar valrétti og setur skorður á mismunasamninga til að vernda almenna fjárfesta

27.3.2018

Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitið (ESMA) hefur samþykkt að banna markaðssetningu, dreifingu og sölu á tvíundar valréttum (e. binary options) til almennra fjárfesta. Að auki hefur ESMA sett skorður á markaðssetningu, dreifingu og sölu á mismunasamningum (e. contracts for difference).

Eins og kom fram í frétt Fjármálaeftirlitsins þann 21. desember sl. hafa þessar aðgerðir verið í undirbúningi undanfarin misseri. Gylliboð um háa ávöxtun á tímum lágra vaxta hafa höfðað til almennra fjárfesta, en flækjustig umræddra fjármálagerninga og há skuldsetning, í tilfelli mismunasamninga, hafa orðið til þess að þeir hafa tapað umtalsverðum fjármunum. Samvinna Evrópuríkja hefur þótt nauðsynleg í þessum aðgerðum í ljósi þess að auðvelt hefur verið að markaðssetja fjármálagerningana yfir landamæri.

Hér má sjá yfirlýsingu ESMA í heild sinni: https://www.esma.europa.eu/press-news/esma-news/esma-agrees-prohibit-binary-options-and-restrict-cfds-protect-retail-investors

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica