Fjármálaeftirlitið setur leiðbeinandi tilmæli um stórar áhættuskuldbindingar
Fjármálaeftirlitið hefur gefið út leiðbeinandi tilmæli um mat á tengslum aðila vegna reglna um stórar áhættuskuldbindingar, sem settar eru á grundvelli 4. mgr. 30. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002.
Fjármálaeftirlitið endurskoðaði á síðasta ári reglur um þetta efni og við tóku reglur nr. 625/2013. Reglurnar fólu í sér viðamiklar breytingar á formi reglnanna ásamt nokkrum breytingum á efni þeirra. Reglurnar byggja á breytingum sem eru til komnar vegna breytingatilskipunar 2009/111/EB.
Í kjölfar setningar reglna nr. 625/2013 hefur verið unnið að setningu leiðbeinandi tilmæla um mat á tengslum aðila vegna reglna um stórar áhættuskuldbindingar sem nú hafa verið gefin út.