Fréttir


Fréttir: 2006 (Síða 3)

Fyrirsagnalisti

10.12.2006 : FME: Vanskil í lágmarki, en þokast upp á við

Hlutfall vanskila af útlánum innlánsstofnanna var tæplega 0,7% í lok þriðja ársfjórðungs 2006, sem er lítillega hærra en það var í lok næstu ársfjórðunga á undan, en þá var þetta hlutfall um 0,6%. Í lok 3. ársfjórðungs 2005 var hlutfallið 0,9% og hafði þá ekki verið lægra frá árslokum 2000.

Lesa meira

10.12.2006 : FME birtir úttektir á regluvörslu Marel hf og P/F Atlantic Petrolium

Fjármálaeftirlitið hefur á þessu ári gert reglubundnar úttektir á framkvæmd reglna um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipta innherja hjá tveimur félögum sem skráð eru í Kauphöll, en það eru Marel hf. annarsvegar og Atlantic Petrolium hinsvegar. Þessar úttektir eru nú birtar á heimasíðu FME. Lesa meira

10.12.2006 : FME aðili að samstarfsverkefni um smíði rafræns tilkynningakerfis

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að gerast aðili að Norrænu samstarfsverkefni um smíði rafræns tilkynningakerfis samkvæmt 25. gr. MiFID (tilskipun Evrópusambandsins um markaði með fjármálagerninga). Lesa meira

10.12.2006 : Fjármálaeftirlitið höfðar dómsmál vegna myndunar virks eignarhlutar

Stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur ákveðið að höfða dómsmál til að fá ógilta úrskurði kærunefndar frá júlí/ágúst 2006, þess efnis að eftirlitinu hafi verið óheimilt að takmarka atkvæðisrétt ákveðinna einstaklinga í Sparisjóði Hafnarfjarðar við 5%.

Lesa meira

10.12.2006 : Fjármálaeftirlitið hefur þann 27. apríl 2006 veitt Samson Global Holdings, heimild til þess að fara með virkan eignarhlut yfir 20% í Straumi – Burðarási fjárfestingarbanka hf.

Fjármálaeftirlitið hefur þann 27. apríl 2006 veitt Samson Global Holdings, heimild til þess að fara með virkan eignarhlut yfir 20% í Straumi – Burðarási fjárfestingarbanka hf. í samræmi við VI. kafla laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Lesa meira

7.12.2006 : Fjármálaeftirlitið gefur út umræðuskjal um hvernig meðhöndla eigi áhrif breytinga á skulda- og eiginfjárliðum vátryggingafélaga við upptöku alþjóðlegra reikningsskilastaðla (IFRS)

Fjármálaeftirlitið birtir hér með til umsagnar umræðuskjal nr. 1/2006 sem eru drög að leiðbeinandi tilmælum um hvernig meðhöndla eigi áhrif breytinga á skulda- og eiginfjárliðum vátryggingafélaga við upptöku alþjóðlegra reikningsskilastaðla (IFRS). Umsagnarfrestur er til 15. mars nk. Lesa meira

7.12.2006 : Fjármálaeftirlitið birtir upplýsingar um iðgjöld erlendra vátryggingafélaga á Íslandi 2001-2004

Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman tölulegar upplýsingar um starfsemi erlendra vátryggingafélaga á Evrópska efnahagssvæðinu sem heimild hafa til starfsemi á Íslandi á grundvelli VII. kafla laga nr. 60/1994 um vátryggingastarfsemi. Lesa meira

7.12.2006 : Ársfundur FME: Fjallað um þróun og horfur á fjármálamörkuðum

Þróun og horfur á fjármálamörkuðum er meðal þess sem fjallað verður um á ársfundi Fjármálaeftirlitsins sem fer fram þriðjudaginn 7. nóvember, kl. 16.00 í Salnum, Kópavogi. Lesa meira

7.12.2006 : Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2006

Þriðjudaginn 7. nóvember næstkomandi kl. 16:00 mun Fjármálaeftirlitið halda ársfund. Fundarstaður: Salurinn, Tónlistarhús Kópavogs. Lesa meira
Síða 3 af 3






Þetta vefsvæði byggir á Eplica