Fréttir


Fréttir: 2011 (Síða 5)

Fyrirsagnalisti

28.2.2011 : Úttekt Fjármálaeftirlitsins á uppsögnum vátryggingasamninga að frumkvæði vátryggingafélaga

Í lögum nr. 30/2004 eru settar þröngar skorður við því að vátryggingafélög geti sagt upp vátryggingum að eigin frumkvæði. Fjármálaeftirlitið aflaði nýlega upplýsinga, bæði frá skaðatryggingafélögum og líftryggingafélögum, um fjölda uppsagna og niðurfellinga vátrygginga að frumkvæði vátryggingafélaga. Heimildir vátryggingafélaga til uppsagna á skaðatryggingum og líftryggingum eru að mörgu leyti sambærilegar. Þó eru þrengri skorður settar við uppsögn líftrygginga en annarra vátrygginga.

Lesa meira

25.2.2011 : Fjármálaeftirlitið hefur lagt mat á hæfi Sigurðar Harðarsonar til að fara með aukinn virkan eignarhlut í Capacent Fjárfestingaráðgjöf hf.

Hinn 10. febrúar sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Sigurður Harðarson, Brúnastöðum 49, 112 Reykjavík, sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut allt að 33 prósentum í Capacent Fjárfestingaráðgjöf hf., sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Lesa meira

18.2.2011 : Athugun á framkvæmd tjónsuppgjörs þegar gert er við með notuðum varahlutum

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur skv. 4. mgr. 65. gr. laga nr. 56/2010 um vátryggingastarfsemi eftirlit með viðskiptaháttum vátryggingafélaga sem fengið hafa starfsleyfi hér á landi, sölustarfsemi þeirra og tjónsuppgjöri. Á grundvelli þess ákvæðis hefur eftirlitið nýverið lokið athugun á verklagi vátryggingafélaga við notkun notaðra varahluta í ökutækjatjónum. Lesa meira

18.2.2011 : Fjármálaeftirlitið hefur lagt mat á hæfi Eignarhaldsfélags NBI ehf. til að fara með virkan eignarhlut í Landsvaka hf. og SP-Fjármögnun hf.

Hinn 28. janúar sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Eignarhaldsfélag NBI ehf., kt. 530407-1790, Austurstræti 11, 155 Reykjavík, sé hæft til að fara með virkan eignarhlut sem nemur svo stórum hluta að Landsvaki hf. og SP-Fjármögnun hf. verða talin dótturfyrirtæki þess, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Lesa meira

17.2.2011 : Varðandi starfsleyfi Sigþórs Hákonarsonar vátryggingamiðlara

Sigþór Hákonarson vátryggingamiðlari sem hefur starfað hjá Tryggingu og ráðgjöf ehf. undanfarin ár hefur hafið sjálfstæðan rekstur á grundvelli starfsleyfis síns dags. 22. október 2001. Starfsleyfi Sigþórs er bundið við miðlun frumtrygginga í heild samkvæmt nú 21. og 22. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010. Lesa meira

17.2.2011 : Yfirlýsing Fjármálaeftirlitsins vegna kaupa William Demant Invest A/S föstudaginn 11. febrúar 2011 á 2,4% hlut í Össuri hf.

Í lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti er fjallað um þær aðstæður þegar eigandi hlutafjár átti meira en 30% atkvæðisrétt í félagi sem hefur fjármálagerninga tekna til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði fyrir 1. apríl 2009. Í athugasemdum við ákvæðið kemur fram að þeir sem væru yfir tilboðsskyldumörkum yrðu læstir við þau mörk sem þeir voru í 1. apríl 2009. Lesa meira

17.2.2011 : Fjármálaeftirlitið hefur birt leiðbeinandi tilmæli um áhættustýringu vátryggingafélaga

Fjármálaeftirlitið hefur birt á heimasíðu sinni ný leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2011 um áhættustýringu vátryggingafélaga. Tilmælin leysa af hólmi eldri tilmæli nr. 1/2006 er fjölluðu um álagspróf og upplýsingagjöf um áhættustýringu. Markmið tilmælanna er að leiðbeina vátryggingafélögum um bestu framkvæmd áhættustýringar.

Lesa meira

16.2.2011 : Fjármálaeftirlitið hefur lagt mat á hæfi NBI hf. til að fara með virkan eignarhlut í Borgun hf.

Hinn 31. janúar sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að NBI hf., kt. 471008-0280, Austurstræti 11, 155 Reykjavík, sé hæft til að eiga og fara með allt að 33% virkan eignarhlut í Borgun hf. Lesa meira

16.2.2011 : Fjármálaeftirlitið gefur út umræðuskjal nr. 1/2011 um leiðbeinandi tilmæli um undanþágu frá starfrækslu innri endurskoðunardeildar hjá fjármálafyrirtækjum

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út til umsagnar drög að leiðbeinandi tilmælum um undanþágu frá starfrækslu innri endurskoðunardeildar hjá fjármálafyrirtækjum, umræðuskjal nr. 1/2011. Tilmælunum er ætlað að leysa af hólmi eldri tilmæli Fjármálaeftirlitsins nr. 4/2003 varðandi undanþágu frá starfrækslu endurskoðunardeildar hjá fjármálafyrirtækjum.

Lesa meira

3.2.2011 : Rannsóknir Fjármálaeftirlitsins

Vegna umræðu sem átt hefur sér stað undanfarið varðandi rannsóknir á fjármálafyrirtækjum sem farið hafa í þrot í kjölfar bankahrunsins í október 2008 vill Fjármálaeftirlitið taka fram að þessi fjármálafyrirtæki eru og verða öll rannsökuð, þar með taldir viðskiptabankar, fjárfestingabankar og sparisjóðir.

Lesa meira

21.1.2011 : Fjármálaeftirlitið hefur lagt mat á hæfi Brynju Þorbjörnsdóttur til að fara með virkan eignarhlut í Capacent Fjárfestingaráðgjöf hf.

Hinn 14. janúar sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Brynja Þorbjörnsdóttir, Kalastöðum 2, 301 Akranesi, sé hæf til að fara með virkan eignarhlut allt að 20 prósentum í Capacent Fjárfestingaráðgjöf hf. Lesa meira

20.1.2011 : Veiting innheimtuleyfis

Fjármálaeftirlitið hefur veitt Skiptum hf. innheimtuleyfi samkvæmt innheimtulögum, nr. 95/2008. Innheimtuleyfi Skipta hf. tekur til frum- og milliinnheimtu gjaldfallinna peningakrafna fyrir aðra skv. a. lið 1. mgr. 3. gr. nefndra laga og innheimtu eigin peningakrafna sem aðili hefur keypt í þeim tilgangi að innheimta þær sjálfur í atvinnuskyni skv. 5. gr. sömu laga. Lesa meira

14.1.2011 : Fjármálaeftirlitið hefur lagt mat á hæfi Sigurðar Jóns Björnssonar til að fara með virkan eignarhlut í Capacent Fjárfestingaráðgjöf hf.

Hinn 7. janúar sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Sigurður Jón Björnsson, Hálsaþingi 10, 203 Kópavogi, sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut allt að 20 prósentum í Capacent Fjárfestingaráðgjöf hf. Lesa meira

13.1.2011 : Forsendur iðgjalda og framkvæmd nýtrygginga í lögmæltum ökutækjatryggingum vegna bifhjóla

Nýverið athugaði Fjármálaeftirlitið (FME) forsendur iðgjaldagrundvallar og framkvæmd nýtrygginga í lögmæltum ökutækjatryggingum vegna bifhjóla hjá öllum skaðatryggingafélögum á íslenskum markaði. Lesa meira

6.1.2011 : Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands gera með sér nýjan og markvissari samstarfssamning

Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands hafa gert með sér nýjan samstarfssamning, sem kveður á um markvissara samstarf en eldri samningur. Markmið samningsins er að stuðla að heilbrigðu, virku og öruggu fjármálakerfi í landinu, þar með talið greiðslu- og uppgjörskerfum.

Lesa meira
Síða 5 af 5






Þetta vefsvæði byggir á Eplica